Gísli Gíslason verður áfram í stjórn KSÍ


Ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram um næstu helgi í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Framboðsfrestur til stjórnarkjörs rann út þann 8. febrúar s.l.

Skagamaðurinn Gísli Gíslason býður sig á ný fram til stjórnarkjörs en tveggja ára kjörtímabili hans auk þriggja annarra stjórnarmanna lýkur á 74. ársþingi KSÍ nú í febrúar 2020.

Gísli Gíslason Akranesi, Ingi Sigurðsson Vestmannaeyjum, Ragnhildur Skúladóttir Reykjavík og Valgeir Sigurðsson Garðabæ hafa öll boðið sig fram á ný í stjórn KSÍ og önnur framboð bárust ekki.

Guðni Bergsson var kjörinn formaður KSÍ til tveggja ára á 73. ársþingi KSÍ í febrúar 2019. Tveggja ára kjörtímabili Guðna sem formanns lýkur á 75. ársþingi KSÍ árið 2021 og er því ekki kosið um formann nú.

Auk ofangreindra sitja í stjórn (tveggja ára kjörtímabili þeirra lýkur í febrúar 2021):

Ásgeir Ásgeirsson Reykjavík
Borghildur Sigurðardóttir Kópavogi
Magnús Gylfason Hafnarfirði
Þorsteinn Gunnarsson Mývatnssveit

Kosning varamanna í stjórn

Eins árs kjörtímabili varamanna í stjórn lýkur á 74. ársþingi KSÍ 22. febrúar nk.:

Þóroddur Hjaltalín Akureyri
Guðjón Bjarni Hálfdánarson Árborg
Jóhann K. Torfason Ísafirði

Eftirtaldir hafa boðið sig fram sem varamenn í stjórn:

Guðjón Bjarni Hálfdánarson Árborg
Jóhann K. Torfason Ísafirði
Þóroddur Hjaltalín Akureyri

Kosning aðalfulltrúa landsfjórðunga

Eins árs kjörtímabili aðalfulltrúa landsfjórðunganna lýkur á 74. ársþingi KSÍ 22. febrúar nk.:

Jakob Skúlason Vesturlandi
Björn Friðþjófsson Norðurlandi
Bjarni Ólafur Birkisson Austurlandi
Tómas Þóroddsson Suðurlandi

Eftirtaldir hafa boðið sig fram til aðalfulltrúa landsfjórðunga:

Jakob Skúlason Vesturlandi
Björn Friðþjófsson Norðurlandi
Bjarni Ólafur Birkisson Austurlandi
Tómas Þóroddsson Suðurlandi