Níu af hverjum tíu nýta tómstundastyrk Akraneskaupstaðar



Forráðamenn allra barna og unglinga á aldrinum 6-18 sem eru með lögheimili á Akranesi eiga kost á því að fá tómstundaframlag – sem hægt er að nota til þess að greiða fyrir hvers konar tómstundastarf hjá viðurkenndum tómstundafélögum eða stofnunum.

Í gögnum sem skagafrettir.is fengu frá skóla – og frístundasviði kemur fram að nýtingin á tómstundaframlagi er mjög góð.

Á árinu 2019 var nýtingin 91% en 1,257 einstaklingar nýttu sér tómstundaframlagið.

Aðeins 129 einstaklingar nýttu sér ekki tómstundaframlagið sem er 35.000 kr.

Akraneskaupstaður greiddi tæplega 39 milljónir kr. (38.880.419 kr.) á árinu 2019 í tómstundaframlag. Árið 2018 var þessi upphæð rétt tæplega 38 milljónir kr. (37.931.381 kr.)