Sævar Freyr: „Gerum öll okkar besta til að hlúa að hvort öðru“



Sævar Freyr Þráinsson skrifaði eftirfarandi pistil sem hann birti á fésbókarsíðu sinni í kvöld. Skagafréttir fengu góðfúslegt leyfi til að birta pistilinn.


Það er magnað að fylgjast með því forrystufólki sem stendur í fararbroddi í barráttunni gegn óvelkomnu veirunni Covid-19.

Upplýsingafundir almannavarna, sóttvarnalæknis og Landlæknis hafa verið fræðandi og upplýsandi. Ró og yfirvegun sem færir mér öryggi og ró og á það örugglega við um fleiri.

T.d. útskýringar á því hvernig aðgerðir eru skipulagðar með þeim hætti að við erum að verja viðkvæmustu einstaklingana í samfélaginu og við erum að verja heilbrigðisstofnanir þ.a. ekki verði of mikið álag þ.e. ekki of margir illa veikir á sama tíma.

Þetta er að virka vel eins og staðan er á Akranesi þá eru 4 í sóttkví og hefur þeim fækkað um 3 frá því á föstudag.

Verum samt viðbúin að staðan getur breyst og við þurft að endurmeta stöðuna á hverjum degi.

Við þurfum að búa okkur undir að verkefnið sem við tökumst nú öll á við verður örugglega í gangi næstu þrjá mánuði. Munum að við erum öll almannavarnir.

Verum dugleg að þvo hendur með sápu og spritta okkur þegar ekki næst í sápuna.

Almannavarnir Vesturlands fundar reglulega, aðgerðastjórn almannavarna fundar daglega, samráðsfundir stjórnenda fundar daglega og í kjölfar ákvörðunar um samkomubann hafa verið haldnir samræmingarfundir stjórnenda kaupstaðarins á föstudag og í dag með Teams fjarfundabúnaði með góðum árangri.

Í millitíðinni hafa stjórnendur kaupstaðarins lagt sig fram við að skipuleggja starfið í samræmi við ákvarðanir sérfræðinganna.

Þetta er eðlilega flókið í útfærslu fyrir leikskóla- grunnskóla, tómstundastarf, tónlistaskóla, íþróttamannvirkja í samstarfi við íþróttafélögin hér á Akranesi.

Okkar fólk hefur unnið alla helgina við að skipuleggja skólastarfið framundan og í dag var starfsdagur þar sem nánari útfærslur voru útfærðar. Ég er ótrúlega stoltur af því starfi sem mitt framúrskarandi fólk hefur unnið.enda er það mikið verk að endurskoða allt skólastarf á einni helgi. Sendu skólarnir bréf til foreldra í dag með upplýsingum um starfið næstu daga

Á vef Akraneskaupstaðar eru sömuleiðis að finna samantekt á þeim skilaboðum sem fóru út í dag. Líklegt er að eitthvað af þessum aðgerðum verði metnar og endurmetnar á ný næstu daga þ.a. fylgist vel með fréttum á vef þessa stofnanna og á vef Akraneskaupstaðar.

Ég vil leggja áherslu á að nú gerum við öll okkar besta til að hlúa að hvort öðru. Að við ræðum yfirvegað og á upplýsandi hátt við þá sem eru með kvíða. Það er t.d. gott að upplýsa þá yngri að börn hafa smitast en afar lítið er um að þau fái alvarleg einkenni, nánast ekkert fyrir börn yngri en 10 ára og lítið meira upp í 18 ára.

Þetta er þekkt segir embætti landlæknis í öðrum farsóttum, sérstaklega inflúensu, að börn smitast og eru smitandi en eru með lítil einkenni og þótt þau fái einkenni verða þau mun sjaldnar alvarlega veik en fullorðnir.

Að lokum þá verður allt gert til að styðja við þá sem sinna heilbrigðisþjónustu s.s. á sjúkrahúsi, heilsugæslu, velferðarþjónustu, hjúkrunarheimili og lyfjafræðingar í apóteki.starfsstéttir foreldra hafi forgang um þjónustu umfram aðra hópa samkvæmt lista frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Ef foreldrar eru í aðstöðu til að hafa börn heima eru þeir beðnir um að gera það.

Hér fyrir neðan eru upplýsingar frá mismunandi stofnunum kaupstaðarins:

Brekkubæjarskóli:

Grundaskóli:

Þorpið og krakkadalur:

Leikskólar:

Tónlistaskólar: