Akraneskaupstaður undirbýr að fella niður ýmis gjöld vegna Covid-19


Akraneskaupstaður vinnur að aðgerðum um þessar mundir er varða veitingu afslátta, frestun eða niðurfellingu gjalda fyrir ýmsa þjónustu sveitarfélagsins vegna áhrifa Covid-19 á samfélagið.

Gjaldskrár eins og leikskólagjöld, frístund, fasteignagjöld og þess háttar eru til skoðunar.

Fyrsta umræða um þetta tiltekna málefni verður í bæjarráði Akraness þann 25. mars næstkomandi.

Verður í kjölfar niðurstöðu bæjarráðs gefin út sérstök tilkynning til íbúa og fyrirtækja um aðgerðir Akraneskaupstaðar til að mæta þeim samdrætti sem blasir við í þjóðarbúskapnum.