70% af íbúum Akraness komu í heimsókn – næst stærsti dagur Skagafrétta frá upphafi



Síðasti dagur marsmánaðar 2020 var sá næst stærsti í sögu fréttamiðilsins skagafrettir.is.

Vefurinn fékk tæplega 5.100 heimsóknir og var ansi nálægt metdeginum frá því þann 14. febrúar á þessu ári þegar 5.139 komu í heimsókn á vefinn.

Um 70% af íbúafjölda Akraness fóru inn á vefinn skagafrettir.is þessum dögum.

Skagafrettir.is fór í loftið um miðjan nóvember árið 2016. Gestum á skagafrettir.is fer fjölgandi jafnt og þétt, og fyrstu þrír mánuðir ársins 2020 er þeir stærstu frá því að vefurinn fór í loftið í nóvember 2016.

Á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020 fóru rúmlega 300 fréttir í loftið á skagafrettir.is – og 95% þeirra voru á jákvæðu nótunum.

Metaðsóknir síðustu fjögurra ára á einum degi.

5.139 –
(14. febrúar 2020)

5.089 –
(31. mars 2020)

4.120 –
(14. janúar 2019)

3.165 –
(14. nóvember 2018)

2.997 –
(20. desember 2017)