Helgi og Ísólfur með stóran Páskaþátt – „Heima með Helga“ á laugardag


Helgi Björnsson og hljómsveitin Reið­menn vindanna mun halda áfram að skemmta landsmönnum í Sjónvarpi Símans um Páskana.

Eins og áður hefur komið fram er Skagamaðurinn Ísólfur Haraldsson í teyminu sem setti þetta verkefni í gang. Fyrirtækið Veislur og Viðburðir sem rekur Gamla Kaupfélagið kemur einnig að þessu en fyrirtækið er rekstraraðili Hlégarðs í Mosfellsbæ þar sem að „giggið“ hefur farið fram þrívegis.

Helgi Björnsson segir í viðtali við Fréttablaðið að skemmtunin verði veglegri en nokkru sinni fyrr.

Sjá nánar á vef Fréttablaðsins

Salka Sól Ey­feld, Frið­rik Dór, KK og Ragnheiður Grön­dal hafa öll kíkt í heimsókn til Helga og félaga í fyrstu þremur þáttunum.

„Ég hef fengið af­skap­lega góð við­brögð við tón­leikunum og ég er inni­lega þakk­látur fyrir það. Maður fyllist auð­mýkt og eftir að hafa fengið í­trekaðar óskir um að endur­taka leikinn þá gat ég ekki annað en sam­þykkt það,” segir Helgi.