Áhugaverð kenning um uppruna Covid-19 veirunnar


Margar kenningar eru á lofti varðandi uppruna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 faraldrinum. Á vef RÚV er áhugaverð fréttaskýring þar sem að vísindamaður að nafni Xuhua Xia er í aðalhlutverki.

Nánar á vef RÚV.

Xuhua Xia er sameindalíffræðingur við háskólann í Ottawa í Kanada.

Hann hefur beint sjónum sínum að flækingshundum í kínversku borginni Wuhan vegna uppruna Covid-19.

Kenning Xuhua Xia hljóðar í stuttu máli þannig, að flækingshundar gætu hafa étið afganga af leðurblökumáltíðum manna. Leðurblökurnar voru hýslar upprunalegu veirunnar, sem ekki smitaði menn á því stigi.

Nánar á vef RÚV.

Þegar hún komst hins vegar í þarma hundanna þróaðist hún áfram, stökkbereyttist og tók á sig nokkurnveginn þá mynd sem hún hefur enn – og getur smitað menn. Talið er að hundarnir hafi ekki veikst af þessum sökum, að minnsta kosti ekki fengið flensueinkenni eða lungnapest af neinu tagi, heldur í mesta lagi einhverja magakveisu.

Nánar á vef RÚV.

Þegar svo hundarnir sleikja á sér afturendann, eins og hunda er siður, og sleikja svo hund og annan, eins og hundar gera, berst veiran áfram hund af hundi – og af flækingshundum á heimilishunda. Þeir eiga það svo til að fagna húsbændum sínum og tjá þeim og öðru heimilisfólki gleði sína með hömlulitlum tunguslætti og tilheyrandi slettum.

Nánar á vef RÚV.

Þannig berst veiran, sem nú er orðin skaðleg mönnum, úr hundsþarmi á hundstungu og þaðan á endanum í mannslungu, og þá er voðinn vís. Eða þannig hljóðar kenning Xuhuas.

Nánar á vef RÚV.