„Með besta útsýnið á Akranesi“ – Gunnar Smári fer ótroðnar slóðir



„Ég er án efa með besta útsýnið á Akranesi og víðar þegar ég fer í bað. Málverk eru óþörf þegar maður er með baðkar í bakgarðinum hjá sér,“ segir Gunnar Smári Jónbjörnsson við skagafrettir.is.

Sjúkraþjálfarinn og eigandi CrossFit Ægir á Akranesi fór ótroðnaðar slóðir þegar honum áskotnaðist baðkar á dögunum vegna breytinga á húsnæði sem hann er að vinna að ásamt samstarfsfélögum sínum.

„Fiskikar hefur alltaf verið á óskalistanum til að kæla eftir æfingar. Þegar ég sá baðkarið þá fanns mér það geggjuð hugmynd að setja það í garðinn hjá mér við Vesturgötuna.

Gunnar Smári og Lilja Kjartansdóttir búa saman á Vesturgötu 103 og segir Gunnar Smári að kærustunni hafi ekkert litist á þessa hugmynd í fyrstu.

„Ég seldi henni þá hugmynd að það væri alveg hægt að setja heitt vatn líka í baðkarið og þá bráðnaði hún fyrir þessu og samþykkti hugmyndina,“ segir Gunnar Smári að lokum.

Gunnar Smári í baðkarinu á góðu kvöld nýverið. Mynd/Hlédís Sveinsdóttir.
Svona er útsýnið úr baðkarinu hjá Gunnari Smári – Snæfellsnesið og Faxaflói í aðalhlutverki ásamt tánum.
Vesturgata 103 er gamalt og virðulegt hús með frábæru útsýni.
Vesturgata 103 er gamalt og virðulegt hús með frábæru útsýni.