Þaulæfð handtök í sýnatöku ÍE og HVE vegna Covid-19


Í morgun hófst sýnataka vegna Covid-19 veirunnar á Akranesi. Verkefnið er á vegum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og Íslenskrar erfðagreiningar.

Sýnatakan fer fram við húsnæði þar sem að sjúkraflutningabílar HVE eru geymdir – við Þjóðbraut.

Eins og sjá má á þessum myndum sem teknar voru í morgun eru starfsmenn ÍE og HVE við vinnu sína fyrir utan bifreiðina hjá einstaklingnum sem mætir í sýnatöku.

Sýni eru tekin úr hálsi og nefi, en ferlið tekur aðeins nokkrar mínútur hjá þaulæfðu starfsfólki HVE og ÍE.

Sýnatakan fer fram í dag og á morgun, fimmtudag, og var mikil eftirspurn eftir þeim 500 tímum sem voru í boði. Fullbókað var á aðeins tveimur tímum eftir að skráning hófst á netinu á þessari vefslóð.