Hlutfall þeirra sem nota hjálm hefur aldrei verið hærra en nú, eða 94%, samkvæmt nýlegri könnun sem VÍS framkvæmdi á hjálmanotkun reiðhjólafólks. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá VÍS.

Könnunin var framkvæmd í níunda skipti samhliða Hjólað í vinnuna.

Árið 2012, var hlutfallið 74% og 2013 var hlutfallið orðið 84%. Hlutfallið hefur svo haldið áfram að hækka með hverju árinu og er nú 94%

Að einungis 6% þeirra 1.043 sem fóru hjólandi fram hjá teljurum VÍS hafi verið án hjálms sem er frábær niðurstaða.

Höfuðhögg eru ekki algengustu áverkar hjólreiðafólks en aftur á móti þeir alvarlegustu. Til þess að hjálmur veiti þá vernd sem honum er ætlað, þarf hann að vera í lagi og ekki of gamall. Einnig er mikilvægt að hann passi og sé rétt stilltur. Hann á að vera beint ofan á höfðinu, eyrun eiga að vera í miðju V-formi bandanna ─ og einungis einn til tveir fingur eiga að komast undir hökubandið.

Samkvæmt könnunni, er um þriðjungur hjólreiðafólks í sýnileikafatnaði og hefur hlutfallið haldist stöðugt þau ár sem það hefur verið kannað. Góður sýnileiki er mikilvægur öllum vegfarendum, jafnt bílstjórum, hjólreiðafólki sem og gangandi ─ en umferð þessara hópa skarast mikið.