Kvennaathvarfið fær stuðning frá Hallberu og CharityShirts


Verkefnið CharityShirts hefur á undanförnum árum safnað tæplega 2.5 milljónum kr. til góðgerðamála.

Eins og áður hefur komið fram á skagafrettir.is virkar þetta söfnunarátak með þeim hætti að boðnar eru upp áritaðar keppnistreyjur frá afreksíþróttafólki. Sá sem gefur treyjuna í hvert sinn ákveður hvaða málefni á að styrkja.

Skagakonan Hallbera Guðný Gísladóttir tekur þátt í þessu verkefni þessa dagana. Hún lagði fram tvær áritaðar Íslenskar landsliðstreyjur á lottó uppboði og allur ágóði mun renna til Kvennaathvarfsins.

Miðinn aðeins 1000 kr. miðinn og þú getur nælt þér í miða á vefsíðunni http://charityshirts.is.

Vinningshafi verður dreginn út í Facebook Live mánudaginn 25. maí kl 19:00.

Dregnar verða út þessar tvær treyjur en í annari treyjuni spilaði Hallbera Guðný 100. landsleikinn sinn fyrir Ísland !

Hallbera Guðný lék 36 leiki fyrir meistaraflokk ÍA og skoraði í þeim 16 mörk. Hallbera vonast til þess að Skagamenn nær og fjær taki þátt í verkefninu.

Þess má geta að CharityShirts og leikmenn hafa safnað nú þegar 2.414.000 kr. til góðgerðamála.

Nánar má lesa um CharityShirts í fréttinni hér fyrir neðan – en Skagamaðurinn Sturlaugur Haraldsson er einn af þeim sem ýtti þessu verkefni úr vör.

http://localhost:8888/skagafrettir/2019/03/20/sturlaugur-hefur-safnad-yfir-milljon-kr-til-godra-verka-i-gegnum-charityshirts/