[sam_zone id=1]

Ninja sigraði í netkosningu og er „Rödd fólksins“ 2020Ninja Sigmundsdóttir fékk frábæra viðurkenningu í kvöld þegar greint var frá úrslitum í Rödd fólksins í Söngkeppni Samfés. Hin 14 ára gamla Ninja sigraði í netkosningu sem fram fór á vef UngRÚV.

Dómnefnd valdi sigurvegara Söngkeppni Samfés 2020 sem og annað og þriðja sæti. Þórdís Linda Þórðardóttir úr Garðabæ stóð uppi sem sigurvegari í Söngkeppni Samfés 2020..

Victor Berg Guðmundsson framkvæmdastjóri Samfés og Inga María Hjartardóttir verkefnastjóri tilkynntu úrslitin í Rödd fólksins. Inga María er frá Akranesi og er sjálf söngkona líkt og Ninja.

Hér má sjá þegar úrslitin voru kynnt í kvöld.

Unglingar af öllu landinu hafa tekið þátt í forkeppnum, landshlutakeppnum og er nú búið að velja 30 atriði sem keppa í úrslitum Söngkeppni Samfés 2020.