Hörður Ingi gengur í raðir uppeldisfélagsins í Hafnarfirði


Hörður Ingi Gunnarsson mun ekki leika með ÍA í PepsiMax-deildinni á þessu keppnistímabili. Hörður Ingi gekk í raðir FH í kvöld en greint var frá félagaskiptum hans á Twittersíðu Hafnarfjarðarliðsins í kvöld.

Hörður Ingi hefur verið fastamaður í liði ÍA undanfarin tvö keppnistímabil en hann samdi við ÍA í lok október 2018.

Hörður Ingi er fæddur árið 1998 og er uppalinn hjá FH. Hann spilaði 7 leiki í Pepsi deildinni sumarið 2018 með Víkingi úr Ólafsvík.

Einnig spilaði hann 10 leiki fyrir HK í næst efstu deild. . Hörður hefur einnig leikið með U17, U19 og U21 árs landsliðum Íslands.