Guðmunda nýr framkvæmdastjóri ÍA


Guðmunda Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Akraness í stað Hildar Karenar Aðalsteinsdóttur sem hverfur til annarra starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍA.

Guðmunda kemur til starfa frá Íþróttafélagi Reykjavíkur þar sem hún var verkefnastjóri / framkvæmdastjóri tímabundið en áður starfaði hún sem fjármálastjóri hjá Iðnvélum og sem framkvæmdastjóri Next á Íslandi.

Guðmunda hefur lokið MBA gráðu frá Háskóla Íslands á sviði nýsköpunar og stjórnunar.

Guðmunda þekkir vel til íþróttastarfs en hún hefur komið að íþróttastarfi á mörgum sviðum í hartnær tuttugu ár, setið í aðalstjórn KR, stýrt verkefni um eflingu kvennastarfs innan KR og stýrt vinnu við umsókn til ÍSÍ um fyrirmyndafélag. Lokaverkefni Guðmundu í MBA náminu var stefnumótun KR í heild fyrir árin 2019-2024.

Nánar á vef ÍA.