Íslensk erfðagreining mun skima fyrir Covid-19 á Akranesi á sunnudag


Íslensk erfðagreining mun mæta á sunnudaginn á Akranes þar sem skimað verður fyrir Covid-19 veirunni. Send verða út SMS-skilaboð á íbúa á Akranesi og óskað eftir þeir mæti í skimunina á milli 10-14.

Um er að ræða slembiúrtak og aðeins þeir sem eru boðaðir eiga að mæta í skimunina.

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraness greindi frá þessari niðurstöðu á fésbókarsíðunni „Ég er íbúi á Akranesi“.

Verkefnið er unnið í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi.
„Vil enn og aftur þakka starfsfólki ÍE og heilbrigðisstarfsfólki HVE fyrir sitt ómetanlega starf fyrir okkar samfélag,“ skrifar Sævar á fésbókarsíðuna „Ég er íbúi á Akranesi.“