Kalman listfélag heldur menningarlífinu gangandi og sníða sér stakk eftir vexti


Þrátt fyrir að ákveðnar hömlur séu í okkar samfélagi þá er vel hægt að halda menningarlífi gangandi. Með takmörkunum þó en þá verður að sníða stakk eftir vexti. Kalman listafélag á Akranesi stendur fyrir tvennum tónleikum á næstunni á Akranesi með flottu listafólki.

Fimmtudaginn 20. ágúst halda söngkonurnar Hanna Þóra Guðbrandsdóttir og Hanna Dóra Sturludóttir ásamt Ástvaldi Traustasyni píanóleikara, tónleika í Vinaminni.

Tónleikarnir bera yfirskriftina Heyr mína bæn og flytur tónlistarfólkið trúarlega tónlist, alþýðulög og dægurtónlist. Dagskráin hefst kl. 20.

Laugardaginn 22. ágúst kl. 14 heldur Skálholtstríóið tónleika í Akraneskirkju.

Tríóið er skipað þeim Jóni Bjarnasyni orgelleikara og trompetleikurunum Vilhjálmi Inga Sigurðarsyni og Jóhann Stefánssyni.

Þeir félagar hafa spilað mikið saman undanfarin ár. Efnisskrá þeirra er fjölbreytt, en á henni er m.a. að finna verk eftir J.S Bach, A. Vivaldi, Eugene Bozza, Sigfús Einarsson, Rodriguez Solana ofl.

Í samræmi við sóttvarnarlög og til að tryggja öryggi tónleikagesta, verður tveggja metra reglan í hávegum höfð og því takmarkað sætaframboð í boði.

Miðasala á tix.is en einnig er hægt að tryggja sér miða í netfanginu [email protected]

Miðasala á Heyr mína bæn er hér:


Miðasala á Skálholtstríó.