Brynjar sigurvegari á meistaramóti grasvallasérfræðinga


Samtök íþrótta og golfvallastarfsmanna á Íslandi, SÍGÍ, héldu á dögunum sitt árlega meistaramót í golfi.

Keppnin fór fram á Hamarsvelli hjá Golfklúbbi Borgarness

Verðlaunahafar mótsins: Kristinn B. Valgeirsson, Brynjar Sæmundsson og Einar Gestur Jónsson. Mynd/JGK.

Ólafsfirðingurinn og Skagamaðurinn Brynjar Sæmundsson stóð uppi sem sigurvegari og án efa verður gott kaffi í boði á skrifstofu GrasTec í tilefni meistaratitilsins. Einar Gestur Jónsson, vallarstjóri Brautarholtsvallar, var á verðlaunapalli í þessu móti en hann er líkt og Brynjar búsettur á Akranesi.

Brynjar hefur á undanförnum árum stýrt gangi mála í umhirðu Garðavallar hjá Golfklúbbnum Leyni.

Samtök íþrótta og golfvallastarfsmanna á Íslandi eru samtök sem stuðla að fagmennsku hjá félagsmönnum sínum og sér þeim fyrir sem bestum upplýsingum til að auðvelda þeim starf sitt á golf- og íþróttavöllum á Íslandi.

Markmið SÍGÍ eru að viðhalda og bæta gæði golf- og íþróttavalla hérlendis.

Nánar um SÍGÍ hér: