Einstaklingum í sóttkví fækkar umtalsvert á Akranesi


Vel á sjötta þúsund sýni voru tekin á Íslandi í gær vegna Covid-19 sem er metfjöldi frá því að byrjað var að skima fyrir Covid-19 veirunni á Íslandi. Fjölmennur hópur frá Akranesi fór í skimun en 175 einstaklingar voru í sóttkví á Akranesi eftir að smitaður einstaklingur fór í líkamsræktarsalinn í síðustu viku á Jaðarsbökkum.

Alls greindust 57 ný Covid-19 smit inn­an­lands í gær, þar af 54 í ein­kenna­sýna­tök­um, tvö í sótt­kví­ar- og handa­hófs­skimun og eitt hjá Íslenskri erfðagrein­ingu. Þetta kemur fram á mbl.is.

Alls voru 49% í sótt­kví við grein­ingu, eða 28 manns.

Á Vesturlandi hefur einstaklingum í sóttkví fækkað umtalsvert en í dag eru 93 í sóttkví og 11 eru í einangrun.