Covid-19 smit á Akranesi – staðan 24. september 2020


Lögreglan á Vesturlandi var rétt í þessu að birta nýjustu tölur varðandi Covid-19 smit á Vesturlandi.

Heildartala þeirra sem eru í sóttkví á Vesturlandi hækkar töluvert en ekkert nýtt smit hefur verið greint frá því á miðvikudag.

Á Akranesi eru 2 einstaklingar í einangrun og hefur þeim fækkað um helming frá því á miðvikudag. Í sóttkví eru alls 52 og hefur þeim fækkað um 30 á milli daga.

Á Vesturlandi öllu eru 11 í einangrun vegna Covid-19 smits. Í Stykkishólmi eru 9 í einangrun og á Akranesi eru 2. Ekkert smit er í Búðardal, Grundarfirði, Ólafsvík og Borgarnesi.