Samningar í höfn hjá VLFA og Norðuráli



Verkalýðsfélag Akraness og Norðurál gengu í gær frá nýjum kjarasamningi sem er afturvirkur til 1. janúar 2020. Samningurinn gildir til ársloka 2024.

Samningaviðræður hófust fyrir 10 mánuðum. Helsta krafa Verkalýðsfélags Akraness var að tryggja að starfsmenn Norðuráls myndu fá sambærilegar launabreytingar og um var samið í svokölluðum Lífskjarasamningi og það tókst að lokum – segir í tilkynningu á vef VLFA.

Nánar má lesa um helstu atriði kjarasamningsins á vef VLFA.

Í kjarasamningum er einnig kveðið á um að Norðurál hefur ákveðið að taka upp nýtt vaktakerfi eigi síðar en 1. janúar 2022. En í þessu nýja vaktakerfi hefur Norðurál horfið frá því að vera með 12 tíma vaktakerfi og tekið verður upp 8 tíma vaktakerfi sem byggist á nákvæmlega sama vaktakerfi og er hjá Elkem Ísland á Grundartanga.