Áttunda sætið hlutskipti ÍA – Kári í 7. sæti – Valur og Breiðablik meistarar



Í gær tók Knattspyrnusamband Íslands þá ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótunum og bikarkeppni KSÍ 2020.

Er þetta gert í samræmi við 5. grein í reglugerð um viðmiðanir og sértækar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónaveiru (Covid-19), sem gefin var út í júlí síðastliðnum.

Lokastaðan í deildunum á Íslandsmótinu er reiknuð út eftir meðalfjölda stiga.

ÍA endaði í 8. sæti í PepsiMax deild karla og kvennalið ÍA endaði einnig í 8. sæti í Lengjudeild kvenna – næst efstu deild. Lið Kára frá Akranesi endaði í 7. sæti í 2. deild karla.

Valur er Íslandsmeistari karla og Breiðablik er Íslandsmeistari kvenna.

Valur, FH, Breiðablik og Stjarnan fara í Evrópukeppni í karlaflokki.

Breiðablik og Valur fara í Evrópukeppni í kvennaflokki.

Fjölnir og Grótta falla úr Pepsi Max-deild karla en FH og KR úr Pepsi Max-deild kvenna.

Keflavík og Leiknir Reykjavík fara upp úr Lengjudeild karla.
Magni frá Grenivík og Leiknir Fáskrúðsfirði falla í 2. deild.

Kórdrengir og Selfoss fara upp úr 2. deild og leika liðin í næst efstu deild á næsta ári. Skagamaðurinn Dean Martin er þjálfari Selfoss. Víðir Garði og Dalvík/Reynir falla niður í 3. deild.

KV og Reynir Sandgerði fara upp úr 3. deildinni en Vængir Júpíters og Álftanes falla niður í 4. deild. KFS og ÍH fara upp úr 4. deildinni, sem var lokið.

Keflavík og Tindastóll fara upp í Pepsi Max-deild kvenna en Fjölnir og Völsungur falla niður í 2. deild. HK og Grindavík fara upp í Lengjudeild kvenna.