Kveikur fjallar um mál Ragnheiðar í kvöld á RÚV – „Missti röddina eftir að mygla fannst í vinnunni“



Ragnheiður Sigurðardóttir frá Akranesi verður í ítarlegu viðtali í kvöld í sjónvarspþættinum Kveikur á RÚV. Þátturinn hefst kl. 20:05 í kvöld fimmtudaginn 5. nóvember.

Þar mun Ragnheiður lýsa því hvernig hún missti heilsuna vegna veikinda sem tengjast myglu í húsnæði á vinnustað hennar.

Ragnheiður var við hestaheilsu þar til framkvæmdir hófust við að laga rakaskemmdir á vinnustað hennar.

Hún hefur nú misst röddina og á erfitt með hversdagsleg verk. Hún glímir við minnisleysi og stöðugan höfuðverk og á jafnvel erfitt með að lesa.

Nánar á vef RÚV.