Gísli bauð lægst í endurbætur á malarstígum í Garðalundi

Malarstígar í Garðalundi verða lagaðir á næstunni en stígarnir hafa ekki þótt þjóna hlutverki sínu nægjanlega vel á undanförnum mánuðum.

Nýverið voru tilboð í verkefnið „Malarstíg í Garðalundi 2020“ en alls bárust fimm tilboð í verkefnið. Kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar hljóðaði upp á 2 milljónir kr. Lægsta tilboðið var rétt rúmlega 40% af kostnaðaráætlun og verður gengið til samninga við lægstbjóðanda samkvæmt fundargerð skipulags- og umhverfisráðs.

Félag eldri borgara á Akranesi nýtir sér aðstöðuna í Garðalundi mikið til útivistar og hreyfingar undir stjórn Önnu Bjarnadóttur sem tók þessa mynd.

Gísli Jónsson ehf. átti lægsta tilboðið eða sem nemur tæplega 810.000 kr.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Gísli Jónsson ehf. kr. 809.240
Vélaleiga Halldórs Sigurðssonar ehf. kr. 1.057.670
Skóflan hf. 1.492.000
BÓB sf., vinnuvélar kr. 2.574.460
Ingólfur Valdimarsson ehf. kr. 2.631.278
Kostnaðaráætlun kr. 2.006.000