„Markmiðið að byggja upp sterka og heilbrigða einstaklinga“

Hjá Knattspyrnufélagi ÍA fer fram öflugt íþróttastarf fyrir börn sem eru fædd á árunum 2017-2005. Markmiðið er að byggja upp öflugt knattspyrnufólk og ekki síður sterka og heilbrigða einstaklinga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá KFÍA en hjá félaginu æfa 430 iðkendur.

„Til þess að þetta sé hægt í okkar starfi þá reynum við að gefa iðkendum verkefni við hæfi svo leikgleðin komi fram. Markmiðið er að iðkendur finni fyrir gleði á æfingum og hlakki til að koma á næstu æfingu.

Mikilvægt er að hafa góða þjálfara sem geta sinnt starfinu á faglegan hátt og býr KFÍA yfir öflugum þjálfarahóp til að uppfylla þessi markmið fyrir iðkenndur.

Margir af þjálfurum hafa útskrifast af Menntavísindasviði HÍ eða Íþróttarfræði frá HR ásamt því að hafa lokið þeim þjálfararéttindum sem þarf til fyrir sinn aldursflokk. Margir af þjálfurum KFÍA hafa ásamt þessu margra ára reynslu í þjálfun.

Við hjá KFÍA erum mjög stolt af okkar starfi og þeim frábæru krökkum sem eru í starfinu með okkur, enda hefur það sýnt sig að öflugt íþróttastarf fyrir börn hefur mikinn ávinning líkamlega, sálrænan og félagslegan fyrir ungmenni.“