Ísland skrefi nær úrslitum á EM eftir sigur í Ungverjalandi

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu, undir stjórn Skagamannsins Jóns Þórs Haukssonnar, er einu skrefi nær því að komast í úrslitakeppni Evrópumótsins á Englandi 2022.

Skagakonan Hallbera Guðný Gísladóttir, fyrrum leikmaður ÍA, og núverandi leikmaður Vals var að venju í byrjunarliði Íslands.

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði eina mark liðsins dag gegn Ungverjalandi á útivelli í lokaleik liðsins í riðlakeppninni.

Eftir sigurinn eru miklar líkur á því að Ísland komist beint inn á EM sem eitt þeirra þriggja liða sem er með bestan árangur í 2. sæti.

Alls eru 9 riðlar í undankeppninni og eiga úrslit eftir að ráðast í nokkrum leikjum áður en staða Íslands verður ljós.

Það gæti gerst í kvöld að staðan væri ljós en í versta falli á næsta ári.

Ísland, undir stjórn Jóns Þórs, sigraði í sex leikjum af alls átta og tóku stig af efsta liðinu, Svíþjóð.