Arnór Smárason á heimleið og hefur nú þegar samið við íslenskt lið

Skagamaðurinn Arnór Smárason samdi í dag við Íslandsmeistaralið Vals í knattspyrnu. Arnór kemur til Vals frá norska félaginu Lillestöm. Þetta kemur fram á fésbókarsíðu Valsmanna.

Arnór gerir tveggja ára samning við félagið en hann er 32 ára og hefur leikið sem atvinnumaður frá árinu 2004.

Skagamaðurinn fór á sínum tíma til hollenska félagsins Heerenveen þegar hann var enn á unglingastigi Grundaskóla. Hann hefur á undanförnum 13 árum leikið með liðum víðsvegar um Evrópu, Hollandi, Svíþjóð, Danmörku, Rússlandi og Noregi. Arnór á að baki 26 leiki með A-landsliði Íslands og skorað í þeim 3 mörk.

Arnór var orðaður við lið ÍA en það er ljóst að hann mun allavega ekki leika í gula búningnum á næstu leiktíð.

Arnór fór árið 2004, þá 16 ára gamall, til Heerenveen í Hollandi. Þar lék hann með unglingaliði félagsins næstu fjögur árin. Árið 2008 fór hann í aðallið félagsins og lék með því til ársins 2010. Hann samdi við danska liðið Esbjerg árið 2010 og lék með því tol ársins 2013. Þá leiðin til Svíþjóðar þar se hann lék með Helsinborg og síðar Hammarby. Í millitíðinni lék hann sem lánsmaður í Torpedo í Moskvu árið 2015. Frá árinu 2018 hefur hann verið í röðum Lilleström í Noregi.