Vinkonur stíga á stokk í níunda glugga „Skaginn syngur inn jólin“

Í dag var níundi glugginn opnaður í dagatalinu „Skaginn syngur inn jólin með þér“. Það er óhætt að segja að verkefnið hafi slegið í gegn og mörg þúsund manns fylgjast með á hverjum einasta degi.

Í dag, miðvikudaginn 9. desember, syngja vinkonurnar Rakel og María lagið Jólin, jólin allstðar. Lagið er eftir Jón „Bassa“ Sigurðss og textinn er eftir Jóhann G. Erlingsson.

Akranes og Steinn Steinarr koma við sögu í dag þar sem að einn af Fjallabræðrunum, Sveinbjörn Hafsteinsson syngur lag eftir Leif Jónsson – en þeir Sveinbjörn og Leifur ólust báðir upp á Akranesi. Textinn er eftir Stein Steinarr.

Alls er 24 tónlistaratriði á dagskrá og er einn gluggi opnaður kl. 9 á hverjum morgni fram að jólum.

Mikil leynd hvílir yfir flytjendum en atriðin voru tekin upp í Stúkuhúsinu á Byggðasafninu í Görðum.

Ólafur Páll Gunnarsson og Hlédís Sveinsdóttir eru kynnar í þessu verkefni. Heiðar Mar Björnsson sá um upptökur og Sigurður Ingvar Þorvaldsson sá um hljóðupptökurnar.

Hljómsveitarstjórinn er Birgir Þórisson, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi en hann er einnig í Húsbandinu sem spilar undir hjá tónlistarfólkinu.

Auk hans eru Pétur Valgarð Pétursson (gítar), Sigurþór Þorgilsson (bassi) og Þorvaldur Kári Ingveldarson (trommur).

9. desember:

8. desember:

7. desember:

6. desember:

5. desember:

4. desember:


3. desember:

2. desember:

1. desember: