Nýjustu Covid-19 tölurnar – eitt nýtt smit á Vesturlandi

Alls greindust 5 einstaklingar með Covid-19 veiruna á Íslandi í gær og voru 3 þeirra ekki í sóttkví. Við landsmærin greindust 18 einstaklingar með Covid-19 smit. Rétt tæplega 800 sýni voru tekin á Íslandi í gær og svipaður fjöldi við landamærin.

Nýgengi smita er í fyrsta sinn frá því í júlí á þessu ári hærra við landamærin. Nýgengi innanlands er nú 18,8 en nýgengi á landamærunum er 21,3.

Miðað við tölur á vefnum covid.is greindist eitt af þessum fimm nýju smitum á Vesturlandi. Alls eru fjórir einstaklingar í einangrun á Vesturlandi vegna Covid-19. Samkvæmt nýjustu tölum frá Lögreglunni á Vesturlandi eru þrúr einstaklingar í einangrun á Vesturlandi en ekki fjórir eins og kemur fram á vefnum covid.is.

Á öllu landinu eru 127 einstaklingar í einangrun vegna Covid-19.

89 þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu og 17 á Suðurnesjum.

Langflestir sem eru í einangrun eru á aldrinum 18-29 ára eða alls 50 manns, og næstflestir eru 30-39 ára. Tuttugu einstaklingar eru á sjúkrahúsi eftir að hafa smitast af Covid-19 en enginn er á gjörgæslu þessa stundina.