Sundfólkið úr ÍA stóð sig vel á RIG 2021

Alls tóku ellefu keppendur frá Sundfélagi Akraness – ÍA, á alþjóðlegu móti, Reykjavík International Games – RIG 2021, en mótið fór fram um s.l. helgi í Laugardalslaug.

Eins og áður segir voru alls ellefu keppendur frá ÍA og sýndi keppnishópurinn að þau eru búin að leggja mikið á sig á heimaæfingum á meðan æfingabann stóð yfir vegna Covid-19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sundfélaginu.

Keppnishaldið á RIG var með öðru sniði en áður vegna takmarkana. Má þar nefna að hver keppandi mátti aðeins keppa í þremur greinum.

Framkvæmd mótsins tókst vel og fær Sundsamband Íslands mikið hrós frá keppendum og forsvarsmönnum Sundfélags Akraness.

Sundfólkið frá Akranesi stóð sig mjög vel í sundlauginn og margir þeirra náðu að synda í úrslitasundum.

Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir tryggði sér áframhaldandi veru í unglingalandsliði SSÍ með því að synda tvívegis undir lágmörkum fyrir landsliðshópinn.

Þrír keppendur úr röðum ÍA komust í úrslit í 100 metra skriðsundi karla og alls fimm úr ÍA syntu undir einni mínútu í þessari grein. Guðbjarni Sigþórsson, Einar Margeir Ágústsson, Alex Benjamin Bjarnasson, syntu allir undir einni mínútu í fyrsta sinn. Sindra Andreas, Einari Margeir og Guðbjarni komust allir í úrslita í þessari grein.

Árangur sundfólksins úr ÍA var eftirfarandi:

2. sæti

Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir 100 skriðsund

3. sæti

Enrique Snær Llorens Siguðrsson 200 & 400 fjórsund
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir 50m skriðsund
Karen Karadóttir 50m bringusund
Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 100m bringusund
Sindri Andreas Bjarnasson 100m skriðsund

4. sæti


Erlend Magnusson 50m baksund
Enrique Snær Llorens Sigurðsson 400m skriðsund

5. sæti


Ragnheiður Karen Ólafsdóttir 400 fjórsund
Sindri Andreas Bjarnasson 50m skriðsund
Ingibjörg Svava Magnusardóttir 200m skriðsund
Karen Karadóttir 100m bringusund

6. sæti

Sindri Andreas Bjarnasson 200m skriðsund

7. sæti


Ragnheiðiur Karen Ólafsdóttir 200 fjórsund
Guðbjörg Bjartey Guðmunsdóttir 200 skriðsund
Guðbjarni Sigþórsson 100m skriðsund

8. sæti

Einar Margeir Ágústsson 50m skriðsund, 
100m skriðsund og 200m skriðsund
Karen Karadóttir 200m bringusund

Myndir: Sundsamband Islands.