Sýnileiki, fræðsla og gleði er rauði þráðurinn hjá Hinsegin Vesturland

Ég vil hvetja alla á Vesturlandi sem áhuga hafa til að vera með í félaginu en það er hægt að skrá sig á þessum hlekk, “ segir Guðrún St. Guðbrandsdóttir sem er fyrsti forseti Hinsegin Vesturlands.

Félagið var stofnað nýverið og segir Guðrún að hugmyndin að stofnun slíks félags hafi lengi blundað í henni.

„Markmið félagsins er að vera sýnileg, hittast, vera með fræðslu og gleði. Það er svo mikilvægt fyrir unga fólkið, sem og eldra, að hafa sýnileika og fyrirmyndir. Eins að geta leitað til og fundið sína líka til að spjalla og hafa gaman,“ segir Guðrún þegar hún segir frá helstu markmiðum félagsins.

Eins og áður segir hefur Guðrún verið lengi með slíkt félag á „to do“ listanum.

Ég flutti í Borgarnes fyrir um 7 árum og þá fann ég að það þurftir eitthvað að gera og byrjaði að tala um það við vini mína og fjölskyldu. Það var þó ekki fyrr en 2018 sem ég og systir mín, Bjargey Anna, ákváðum að sækja um styrk hjá Uppbyggingasjóði Vesturlands til að halda gleðigöngu í Borgarnesi sumarið 2019. Þá ætluðum við samhliða því að stofna Hinsegin Vesturland. Við fengum styrkinn en stuttu eftir það kom Covid-19 og allt fór á bið. Við skelltum svo í fund núna eftir áramótin og ákváðum að drífa í stofnfundi sem varð svo að veruleika þann 11. febrúar s.l.“

Guðrún segi að það ríki mikil tilhlökkun hjá félagsmönnum fyrir komandi verkefnum og sumrinu 2021. .

„Við hvetjum alla til að vera með í gleðigöngunni í sumar, hvar sem þið eruð stödd á Vesturlandi. Það er um að gera að byrja nógu snemma að huga að búningum, glimmer, vögnum og hvað eina sem fólk vill gera. Ég mæli með að fylgjast með okkur á samfélagsmiðlunum - 

https://www.facebook.com/hinseginvest

https://www.instagram.com/hinseginvest/