Gleði og eftirvænting hjá yngstu sundkrökkunum á „Smámótinu“

Tæplega 20 ungir iðkendur úr röðum ÍA tóku þátt í skemmtilegu sundmóti sem ÍA, Ármann og UMFA stóðu að. „Smámótið“ fór fram í Laugardalslaug sunnudaginn 14. febrúar s.l. og var mikil gleði ríkjandi hjá keppendunum eftir langt keppnishlé.

Í tilkynningu frá Sundélagi Akraness kemur fram að keppendur ÍA hafi bætt árangur sinn í mörgum greinum.

„Við erum mjög stolt af krökkunum okkar í sundfélagi Akranes, það er ekki alltaf einfalt að koma í stærri laugar og umhverfi en við erum vön.
Krakkarnir voru ánægð að fá loksins að fara á sundmót og gleðin og eftirvæntingin mikil. Framtíðin er björt. Við þökkum dómurum og tæknimönnum fyrir að hjálpa okkur að halda þetta mót í samstarfi með ÁrmannI og UMFA,“ segir í tilkynningunni.

Myndirnar eru frá heimasíðu Sundfélags Akraness: