Systkinin Máni og María á verðlaunapalli í Deildakeppni BSÍ 2021

Deildakeppni Badmintonsambands Íslands, BSÍ, fór fram um s.l. helgi í Reykjavík. Alls tóku 10 lið frá fimm félögum þátt. Keppt var í þremur deildum, Meistaradeild, A-deild og B.deild.

Máni Ellertsson var í sameiginlegu liði Badmintonfélags Hafnarfjarðar, Hamars úr Hveragerði og ÍA sem tók þátt í B-deildinni. Máni og liðsfélagar hans tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í þessum flokki.

María Ellertsdóttir, sem er systir Mána, varð í öðru sæti í A-deildinni með sameiginlegu liði ÍA og Badmintonfélags Hafnarfjarðar og

Í hverri umferð var keppt í eftirfarandi leikjum :
2 einliðaleikir karla
1 einliðaleikur kvenna
2 tvíliðaleikir karla
1 tvíliðaleikur kvenna
2 tvenndarleikir

Máni er hér lengst til hægri með liðsfélögum sínum – Mynd/BSÍ
Máni Ellertsson. Mynd/BSÍ
María er hér í efri röð fyrir miðju ásamt liðsfélaögum sínum. Mynd/BSÍ