Prófaðstæður ekki eins og best verður á kosið vegna tæknilegra vandamála

Það var töluvert „bras“ hjá nemendum á Akranesi tengjast prófakerfi Menntamálastofnunar í morgun þegar samræmd próf í íslensku fóru fram. Um 70 skólar af alls 150 lentu í vandræðum með að tengjast kerfinu en slíkt ástand hefur verið vel þekkt við framkvæmd samræmdra prófa á undanförnum misserum.

Skólastjórarnir í Brekkubæjar – og Grundaskóla segja í samtali við Skagafréttir að stór hluti nemenda ítrekað misst samband við prófakerfið. Og gekk þeim jafnframt illa að tengjast kerfinu að nýju. Öllum nemendum tókst að ljúka prófinu en prófaðstæður voru ekki eins og best verður á kosið fyrir nemendur.

Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, segir í viðtal við Visir.is að stofnunin endurtekið hafa bent menntamálaráðuneytinu á þörfina fyrir betra prófakerfi. Það hafi verið gert þegar kerfið hrundi árið 2018. Óvissa um framtíð samræmdra prófa geri að verkum að tregða sé til að fjárfesta í nýjum og dýrum kerfum – segir í fréttinni á Visir.is.