Nýjustu Covid-19 tölurnar – einstaklingum í sóttkví fjölgar á Vesturlandi

Alls eru þrír einstaklingar í sóttkví á Vesturlandi en enginn er í einangrun vegna Covid-19 – samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi. Aðeins einn einstaklingur var í sóttkví í gær, mánudaginn 8. mars, í landshlutanum.

Í gær greindust tveir einstaklingar með Covid-19 og voru þeir báðir utan sóttkvíar. Alls eru 16 einstaklingar á landinu í einangrun vegna Covid-19.

Þann 12. febrúar s.l. var einn einstaklingur í einangrun vegna Covid-19 og mánudaginn 15. febrúar var enginn í sóttkví eða í einangrun vegna Covid-19.