Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur staðfest tillögur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að skiptingu á 300 milljóna króna stuðningi til íþróttafélaga sem starfrækja skipulagt íþróttastarf fyrir börn og unglinga 6-18 ára.
Alls fá 13 aðildarfélög Íþróttabandalags Akraness stuðning í þessu verkefni – samtals 5,7 milljónir kr.

Stuðningurinn er vegna Covid-19 faraldursins.
Hér má sjá hvernig þessum 300 milljónum kr. var skipt.
| Badmintonfélag Akraness | 246.848. |
| Fimleikafélag Akraness | 1.224.523 |
| Golfklúbburinn Leynir | 595.676 |
| Hestamannafélagið Dreyri | 224.215 |
| Hnefaleikafélag Akraness | 50.000 |
| Keilufélag Akraness | 90.355 |
| Klifurfélag ÍA | 202.348 |
| Knattspyrnufélag ÍA | 1.783.682 |
| Körfuknattleiksfélag ÍA | 365.398 |
| Siglingafélagið Sigurfari | 50.000 |
| Sundfélag Akraness | 677.813 |
| Vélhjólaíþróttafélag Akraness | 124.620 |
| Samtals | 5.712.453 |