13 félög úr röðum ÍA fá stuðning frá mennta – og menningarmálaráðherra

Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur staðfest tillögur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands að skiptingu á 300 milljóna króna stuðningi til íþróttafélaga sem starfrækja skipulagt íþróttastarf fyrir börn og unglinga 6-18 ára.

Alls fá 13 aðildarfélög Íþróttabandalags Akraness stuðning í þessu verkefni – samtals 5,7 milljónir kr.

Stuðningurinn er vegna Covid-19 faraldursins.

Hér má sjá hvernig þessum 300 milljónum kr. var skipt.

Badmintonfélag Akraness246.848.
Fimleikafélag Akraness1.224.523
Golfklúbburinn Leynir 595.676
Hestamannafélagið Dreyri 224.215
Hnefaleikafélag Akraness50.000
Keilufélag Akraness90.355
Klifurfélag ÍA 202.348
Knattspyrnufélag ÍA1.783.682
Körfuknattleiksfélag ÍA365.398
Siglingafélagið Sigurfari 50.000
Sundfélag Akraness677.813
Vélhjólaíþróttafélag Akraness124.620
Samtals 5.712.453