Gunnar skipaður sem nýr lögreglustjóri á Vesturlandi

Dómsmálaráðherra hefur skipað Gunnar Örn Jónsson, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra í embætti lögreglustjórans á Vesturlandi frá 7. apríl næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands en þrír sóttu um embættið.

Gunnar Örn tekur við af Úlfari Lúðvíkssyni sem hafði gegnt þessu embætti frá því í ársbyrjun 2015 – en Úlfar tók nýverið við embætti lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um.

Gunnar Örn var frá árinu 2015 yfirmaður ákærusviðs við embætti lögreglustjórans á Suðurlandi og staðgengill lögreglustjóra, þar til að hann tók við embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra árið 2017.

Gunnar Örn útskrifaðist sem lögfræðingur árið 2003. Hann starfaði sem löglærður fulltrúi sýslumannsins á Selfossi frá 2004 til ársins 2014, þar af sem staðgengill sýslumanns frá 2008.

Gunnar Örn útskrifaðist sem lögfræðingur árið 2003. Hann starfaði sem löglærður fulltrúi sýslumannsins á Selfossi frá 2004 til ársins 2014, þar af sem staðgengill sýslumanns frá 2008.

Þau sem sóttu um starfið:

• Arn­fríður Gígja Arn­gríms­dóttir – að­stoðar­sak­sóknari

• Birgir Jónas­son – Lög­lærður full­trúi í greiningar­deild ríkis­lög­reglu­stjóra og stunda­kennari við Há­skólann á Akur­eyri

• Gunnar Örn Jóns­son – Lög­reglu­stjóri á Norður­landi vestra