Nýjustu Covid-19 tölurnar – mánudaginn 29. mars

Fjögur Covid-19 smit voru greind innanlands í gær og þar af voru tveir einstaklingar ekki í sóttkví. Tvö smit greindust til viðbótar á landamærunum. Þetta kemur fram á vefnum covis.is.

Samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum er verið að rekja smitin sem greindust utan sóttkvíar. Ekki er enn hægt að segja til um hvort smitin tengjast hópsýkingum sem hafa komið upp undanfarna viku.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lýsti yfir áhyggjum af þremur mismunandi tegundum sem fundist hafa innanlands af breska afbrigðinu sem ekki hafa greinst á landamærunum í viðtali á Bylgjunni í morgun. Hann nefndi að fólk sé ekki að halda sóttkví almennilega, reglulega greinist fólk í seinni skimun og þá erum dæmi um að fólks sé farið af landinu áður en að seinni skimun kemur.

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi voru 5 einstaklingar í sóttkvi s.l. laugardag í landshlutanum. Ekkert Covid-19 smit var til staðar á Vesturlandi s.l. laugardag.