Nýjustu Covid-19 tölurnar – 3. apríl 2021

Alls greindust sex einstaklingar með Covid-19 smit í gær og voru tveir þeirra ekki í sóttkví. Alls eru nú 124 einstaklingar með Covid-19 smit á landinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir í viðtali á RÚV að tilviljun hafi ráðið því að annað smitið utan sóttkvíar hafi komið í ljós.

„Annar aðilinn var nú bara að ná sér í vottorð fyrir för erlendis. Það er ekki komin rakning á það. Þetta tekur nú alltaf svolítinn tíma,“ segir Þórólfur í viðtali á RÚV.

Alls eru 1077 einstaklingar í sóttkví en þar af eru nærri eitt þúsund í skimunarsóttkví en það eru farþegar sem ahfa komið til landsins síðan á mánudag.