Pistill frá Gulla Jóns: Knattspyrnuveisla í Akraneshöllinni

Pistill eftir Gunnlaug Jónsson þjálfara mfl. karla í knattspyrnu hjá ÍA

 

Árgangamót Knattspyrnufélags ÍA verður haldið í sjötta sinn laugardaginn 12. nóvember í Akraneshöllinni. Mótið hefur vaxið ár frá ári og í ár er algjör metþátttaka. Alls eru 19 karlalið og 6 kvennalið skráð til leiks sem þýðir að hátt í 300 knattspyrnumenn af báðum kynjum mun sýna gamla takta í höllinni og berjast um titilinn.
Í ár verður flautað til leiks stundsvíslega kl. 13:30. Um morguninn spilar ungt lið meistaraflokks ÍA við HK kl. 10:30 og má segja að það verði boðið uppá sannkallaða knattspyrnuveislu á laugardaginn frá 10:30 til c.a. 16:30 en þá er áætlað að úrslitaleikurinn karlamegin verði spilaður.
Ekkert karlalið hefur unnið titilinn tvisvar en lið 1974, 1977, 1979, 1980 og 1983 hafa unnið og ljóst að hart verður barist í ár. Kvennamegin hefur verið keppt þrisvar en þar hefur hið reynslumikla lið 1975 og eldri haft mikla yfirburði og sigrað mótið öll árin.

Mótið sýnir hvað knattspyrnuhefðin er ótrúlega sterk í bænum enda fullyrði ég að ekkert félag hefur jafnmikla mætingu í álíka mótum og ÍA og magnað allir árgangar karlameginn frá 1986 til 1968 mæta til leiks og margir af okkar dáðustu sonum og dætrum hafa boða komu sína.

Mótið sýnir hvað knattspyrnuhefðin er ótrúlega sterk í bænum enda fullyrði ég að ekkert félag hefur jafnmikla mætingu í álíka mótum og ÍA

Í fyrra var í fyrsta sinn haldin vegleg uppskeruhátíð Árgangamóts í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum sem tókst frábærlega. Nú gerum við enn betur því við bætum við balli þar sem hið vinsæla Stuðlaband leikur fyrir dansi frá kl. 23:00 og þar mun enginn annar en Stefán Hilmarsson stíga stokk með hljómsveitinni. Rétt er að ítreka það að allir eldri en 20 ára eru velkomnir á uppskeruhátíðina og á ballið.

Ég hvet alla bæjarbúa að taka þátt í hátíðarhöldunum, mæta í höllina hvetja sitt lið til dáða og skemmta sér saman fram á rauða nótt. Þetta er einstakt Árgangamót – láttu sjá þig!

Sjáumst í Akraneshöllinni og í Íþróttahúsinu Jaðarsbökkum.

Áfram ÍA
Gunnlaugur Jónsson.

Hér fyrir neðan eru myndir frá mótinu 2015:

12265655_862086713906747_7481207932181719538_o 12238271_862086710573414_4254641416661954660_o 11238260_862086540573431_6581360593662852364_o 12239169_862086530573432_658413660601049448_o 12273560_862086520573433_2320175616852623911_o 12248065_862086400573445_4794136017617795885_o 12240899_862086377240114_8502693042213232110_o 12244240_862086373906781_7144252817914043543_o 12265926_862086240573461_1955616826422982185_o 12273701_862086230573462_2900629504901595844_o 12240956_862086220573463_6111450946329185583_o 12244588_862086037240148_4302764852399336487_o 12248195_862085983906820_633243724455414299_o 12240296_862085980573487_696707988739465261_o 12247717_862085887240163_2095634792276607782_o 12248111_862085777240174_5545910573748298012_o 12239379_862085750573510_6813983996358656050_o 12237941_862085630573522_2460446101756824538_o 12244310_862085617240190_5764453510592078132_o 12244662_862085613906857_2988419568014138855_o 12249926_861173443998074_4571360755586892735_n

Er Arnór líkur Bieber?