Pistill eftir Gunnlaug Jónsson þjálfara mfl. karla í knattspyrnu hjá ÍA
Árgangamót Knattspyrnufélags ÍA verður haldið í sjötta sinn laugardaginn 12. nóvember í Akraneshöllinni. Mótið hefur vaxið ár frá ári og í ár er algjör metþátttaka. Alls eru 19 karlalið og 6 kvennalið skráð til leiks sem þýðir að hátt í 300 knattspyrnumenn af báðum kynjum mun sýna gamla takta í höllinni og berjast um titilinn.
Í ár verður flautað til leiks stundsvíslega kl. 13:30. Um morguninn spilar ungt lið meistaraflokks ÍA við HK kl. 10:30 og má segja að það verði boðið uppá sannkallaða knattspyrnuveislu á laugardaginn frá 10:30 til c.a. 16:30 en þá er áætlað að úrslitaleikurinn karlamegin verði spilaður.
Ekkert karlalið hefur unnið titilinn tvisvar en lið 1974, 1977, 1979, 1980 og 1983 hafa unnið og ljóst að hart verður barist í ár. Kvennamegin hefur verið keppt þrisvar en þar hefur hið reynslumikla lið 1975 og eldri haft mikla yfirburði og sigrað mótið öll árin.
Mótið sýnir hvað knattspyrnuhefðin er ótrúlega sterk í bænum enda fullyrði ég að ekkert félag hefur jafnmikla mætingu í álíka mótum og ÍA og magnað allir árgangar karlameginn frá 1986 til 1968 mæta til leiks og margir af okkar dáðustu sonum og dætrum hafa boða komu sína.
Mótið sýnir hvað knattspyrnuhefðin er ótrúlega sterk í bænum enda fullyrði ég að ekkert félag hefur jafnmikla mætingu í álíka mótum og ÍA
Í fyrra var í fyrsta sinn haldin vegleg uppskeruhátíð Árgangamóts í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum sem tókst frábærlega. Nú gerum við enn betur því við bætum við balli þar sem hið vinsæla Stuðlaband leikur fyrir dansi frá kl. 23:00 og þar mun enginn annar en Stefán Hilmarsson stíga stokk með hljómsveitinni. Rétt er að ítreka það að allir eldri en 20 ára eru velkomnir á uppskeruhátíðina og á ballið.
Ég hvet alla bæjarbúa að taka þátt í hátíðarhöldunum, mæta í höllina hvetja sitt lið til dáða og skemmta sér saman fram á rauða nótt. Þetta er einstakt Árgangamót – láttu sjá þig!
Sjáumst í Akraneshöllinni og í Íþróttahúsinu Jaðarsbökkum.
Áfram ÍA
Gunnlaugur Jónsson.
Hér fyrir neðan eru myndir frá mótinu 2015: