Carmen kann vel við sig í ísköldum sjónum

Kraftmikið starf hjá Sjóbaðsfélagi Akraness

„Það er kraftmikið starf hjá Sjóbaðsfélagi Akraness – og þar eru konurnar duglegri að mæta,“ segir Skagamaðurinn Carmen Llorens sem heillaðist af sjósundinu árið 2011 þegar hún prófaði í fyrsta sinn að skella sér í ískalt hafið.

Carmen hefur verið virk í starfi félagsins og í viðtali við skagafrettir.is hvetur Carmen alla þá sem áhuga hafi á sjósundi og sjóbaði að koma og prófa.

Á undanförnum misserum hafa félagar í Sjóbaðsfélagi Akraness gert ýmislegt skemmtilegt saman. „Það eru ýmsir viðburðir hjá okkur, við höfum synt Helgusund í Hvalfirði frá Bjarteyjarsandi, úr Skarfavör og yfir á Langasand. Félagið stendur einnig fyrir árlegri dýfingarkeppni, minningarsundi um Helga Hannesson og Álmanninum sem er þríþrautarkeppni, sjósund, hjólreiðar og fjallganga.

Þetta er ótrúlega skemmtilegt að tilheyra þessum hóp og það eru allir svo sannarlega velkomnir.

„Ég heyrði af þessu og langaði að prófa árið 2011 og það var ekki aftur snúið. Þetta er ótrúlega skemmtilegt að tilheyra þessum hóp og það eru allir svo sannarlega velkomnir enda eru þeir sem stunda þetta 5-6 ára gamlir og allt upp í áttrætt,“ sagði Carmen í viðtali við skagafrettir.is. Carmen vinnur í Grundaskóla sem matráður og grípur í skærin í faginu sínu sem hárskeri hjá Hinna rakara á föstudögum.

Carmen Llorens
Carmen Llorens

Carmen segir að aðstaðan á Akranesi sé með því besta sem gerist fyrir þessa íþrótt og aðstaðan eigi eftir að verða enn betri á næstu misserum.

„Við hittumst þrisvar sinnum í viku og notum aðstöðuna í sundlauginni við Jaðarsbakka. Það eru fastir tímar á miðvikudögum kl. 5 yfir vetrartímann og kl. 6 á sumartíma, og allar helgar erum við með fasta tíma kl. 11.“

Yfir vetrartímann erum við ekki nema 5-10 mínútur ofaní sjónum samfellt en yfir sumartímann getur þetta farið upp í 45 mínútur

Sjóbaðsiðkendurnir á Akranesi ganga frá Jaðarsbakka niður á Langasand þar sem þau skella sér í hafið og eru þar í mislangan tíma. „Yfir vetrartímann erum við ekki nema 5-10 mínútur ofaní sjónum samfellt en yfir sumartímann getur þetta farið upp í 45 mínútur. Eftir sjóbaðið þá förum við í heitu pottana við Jaðarsbakka, þar er spjallað og hlegið mikið“

Það stendur til að bæta aðstöðuna við Langasand og setja upp heita potta við Aggapallinn. „Akraneskaupstaður stendur fyrir þessari framkvæmd og það verður spennandi fyrir okkur og alla sem hafa áhuga á sjóböðum.“

Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu með orðum.
Ég er endurnærð eftir sjóbaðið.

Carmen segir að ískalt bað sé allra meina bót. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu með orðum. Ég er endurnærð eftir sjóbaðið. Vissulega er þetta ískalt þegar maður er að fara ofaní en það breytist eftir smástund ofaní. Þá hættir maður að finna fyrir kuldanum og fer að líða vel. Ég mæli hiklaust með þessu og fólk á öllum aldri af báðum kynjum getur stundað þetta. Áhuginn er alltaf að aukast og við hvetjum alla til þess að prófa. Félagsskapurinn er eins og áður segir frábær, við erum líka með búnað sem við lánum til þeirra sem vilja prófa. Við hvetjum þá sem hafa áhuga á að koma og upplifa þetta með okkur.“

Frá Helgusundi Sjóbaðsfélags Akraness.
Frá Helgusundi Sjóbaðsfélags Akraness.
Frá Helgusundi Sjóbaðsfélags Akraness.
Frá Helgusundi Sjóbaðsfélags Akraness.
Sundmenn stinga sér til sunds í Skarfavör.
Sundmenn stinga sér til sunds í Skarfavör.
Frá dýfingarkeppni Sjóbaðsfélagsins.
Frá dýfingarkeppni Sjóbaðsfélagsins.
Sundkonur úr Sjóbaðsfélagi Akraness.
Sundkonur úr Sjóbaðsfélagi Akraness.
Sundkonur úr Sjóbaðsfélagi Akraness.
Sundkonur úr Sjóbaðsfélagi Akraness.
Sundkonur úr Sjóbaðsfélagi Akraness.
Sundkonur úr Sjóbaðsfélagi Akraness.