Árgangamót ÍA í knattspyrnu fór fram í dag í Akraneshöllinni.
Það er óhætt að segja að viðburðurinn sé að festa sig í sessi sem einn af stærri íþróttaviðburðum hvers árs á Flórída-Skaganum. Alls tóku 25 lið þátt, 19 í karlaflokki og 6 í kvennaflokki.
Tilþrifin voru misjöfn hjá leikmönnum. Margir leikmenn sýndu frábæra takta og eru enn góðir í fótbolta, aðrir eru það bara alls ekki en reyndu samt sitt allra besta. Keppendur og fjölmargir áhorfendur skemmtu sér vel og létu það svo sannarlega í ljós.
Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu frá því í dag en nánar verður fjallað um mótið á skagafrettir.is á næstu dögum.