Ragnar Már Valsson sleit hásin á árgangamóti ÍA
„Ég er búinn að fá góð ráð og hlýjar kveðjur sem ég vil þakka fyrir,“ segir Ragnar Már Valsson sem varð fyrir því óláni að slít hásin hægri fæti í leik með ‘76 árganginum á Árgangamóti ÍA á laugardaginn. Ragnar bar sig þó vel þegar skagafrettir.is ræddu við hann en framundan er stórt verkefni fyrir Ragnar að ná bata.
Hann lýsir atvikinu þannig:
„Ég man ekki alveg í hvaða stöðu ég var í en ég var líklegast að bíða eftir boltanum.Ég stoppaði að ég held snögglega eða reyndi að taka snöggt af stað, það er smá móða í gangi hjá mér varðandi þetta augnablik. Ég hélt fyrst að einhver hefði sparkaði aftan í mig eða hent einhverju fast í mig. Ég snéri mér við og ætlaði að finna viðkomandi en ég sá ekki nokkur mann. Ég ætlaði þá bara að halda leiknum áfram en það gerðist ekkert þegar ég reyndi að fara af stað,“ sagði Ragnar en hann verður í þrjár vikur i gifsi og fer í ítarlega skoðun í byrjun desember hjá bæklunarlækni. Ragnar hefur aldrei slasast með þessum hætti áður en hann glímdi við ökklameiðsli á árum áður eitt sumar. „Þá var bara teipað og bitið á jaxlinn en það er víst ekki hægt að teipa þetta.
Ég hélt fyrst að einhver hefði sparkaði aftan í mig eða hent einhverju fast í mig. Ég snéri mér við og ætlaði að finna viðkomandi en ég sá ekki nokkur mann.
Ragnar segir að ‘76 árgangurinn hafi mætti í fyrsta sinn til leiks og gert það með stæl.
„Ég er svo heppinn að vera í þessum skemmtilega árgangi. Liðinu gekk vel þrátt fyrir brotthvarf mitt, unnum síðasta leikinn. Ég veit ekki hvernig staðan verður á mér eftir ár en ég hlýt að stefna á að koma sterkari til baka á næsta árgangsmót. Þetta er stórskemmtilegt mót og gott fyrir ÍA.“
Ragnar starfar hjá Álfaborg í Reykjavík og hann ætlar að mæta í vinnu um leið og hann getur. „Ég veit að þetta mun taka einhvern tíma. Ég hef fengið margar góðar kveðjur og góð ráð frá t.d. Ármanni Smára Björnssyni leikmanni ÍA sem sleit hásin í haust,“ sagði Ragnar Már Valsson.