Liprir klifrarar í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu

Þrátt fyrir að það sé ekki hátt til lofts í kjallaranum á íþróttahúsinu við Vesturgötu er klifuríþróttin stunduð þar af krafti af áhugasömum Skagamönnum á öllum aldri. Þórður Sævarsson íþróttafræðingur hefur með dugnaði sínum og þrautseigju byggt upp nýjan valkost í hreyfingu og tómstundum fyrir Akurnesinga – og er áhuginn mikill hjá þeim sem stunda klifuríþróttina.

Á fésbókarsíðu Klifurfélagsins eru nánari upplýsingar um félagið:

Þórður var fyrst spurður að því hvernig það kom til að hann stofnaði Klifurfélag Akraness.

„Ég fékk hugmyndina þegar við fluttum aftur á Akranes eftir margar ára fjarveru. Mig vantaði sjálfan æfingaaðstöðu fyrir mig og dóttur mína sem hefur klifrað með mér frá því hún var tveggja ára. Það lá því beinast við að starta einhverju sjálfur. Við byggðum lítinn vegg í íþróttahúsinu á Vesturgötunni og höfum svo verið að betrum bæta hann á hverju ári.

Hvernig fékkstu áhugann á þessari íþrótt?

„Vinafólk mitt í Kaupmannahöfn buðu mér að koma með þeim í klifurhöll þar í borg og prófa. Það var ekki aftur snúið eftir það. Andrúmsloftið kringum klifrið var eitthvað sem heillaði, allt frekar afslappað og rólegt. Þetta er auðvitað frábær líkamsrækt sem er einfalt að stunda á sínum eigin forsendum og þægilegt að blanda saman við fjölskyldusamveruna. Við feðginin eyðum miklum tíma saman í klifri og á sumrin er mikið um klifurferðir ásamt fjölskyldunni og vinum sem eru með sama áhuga. Við reynum að fara reglulega til útlanda að klifra en svo er auðvitað nokkuð um klifur hérlendis sem við sækjum í.“

Klifurfélag ÍA er allavega komið til að vera og við erum bjartsýn á framtíðina

Hefur þú keppt sjálfur eða ertu að keppa og hvernig er keppnismálum í klifri háttað hér á landi?

Þórður Sævarsson á æfingu.
Þórður Sævarsson á æfingu.

„Ég hef sjálfur lítið keppt en það keppt reglulega á Íslandi sem klifurfélögin standa fyrir og eru haldin í Klifurhúsinu í Reykjavík, sem er langsamlega stærsta aðstaðan til klifurs. Íslandsmeistaramótaröðin í grjótglímu (e. Bouldering) eru fjögur mót sem eru haldin yfir veturinn og sá sem er stigahæstur eftir þau er kjörinn Íslandsmeistari. Þar fyrir utan er haldið Bikarmeistaramót einu sinni á ári en þar öðlast sex stigahæstu keppendurnir í hverjum flokki þátttökurétt. Á síðasta ári átti ÍA tvær stelpur sem fengu þátttökurétt á sínu fyrsta keppnisári í unglingaflokki og við stefnum á að þær nái einnig lágmarki fyrir þetta ár. Einnig hafa verið haldnar keppnir í línuklifri en sú hefð er nýrri og það skorti tilfinnanlega háan línuklifurvegg til að halda þessi mót.“

Sævar segir að áhuginn á Akranesi sé mikill og það sé fullt í marga hópa.

Á síðasta ári átti ÍA tvær stelpur sem fengu þátttökurétt á sínu fyrsta keppnisári í unglingaflokki

„Áhuginn á Akranesi hefur verið afar mikill og í dag er fullt í þá hópa sem við erum með, fyrir utan elsta flokkinn okkar. Það var strax mikill áhugi en við fórum ekkert af stað með skipulagðar æfingar í byrjun. Tíminn fór í að kynna klifrið og buðum við upp á opna tíma fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Út frá því myndaðist svo áhugi fyrir reglulegum æfingum og í dag eru rúmlega 40 klifrarar á aldrinu 6-16 ára að æfa hjá ÍA. Við höfum líka fundið fyrir miklum stuðningi frá stjórn ÍA og foreldrum klifrara og það hvetur okkur til að halda áfram.“

Aðstaðan sem þíð hafið til umráða, hvernig er hún?

Frá æfingu hjá Klifurfélagi Akraness.
Frá æfingu hjá Klifurfélagi Akraness.

Við höfum líka fundið fyrir miklum stuðningi frá stjórn ÍA og foreldrum klifrara

og það hvetur okkur til að halda áfram.

„Aðstaðan er í kjallara á Vesturgötunni og lofthæðin rétt tæpir þrír metrar. Ætli veggurinn sé ekki um 30 fermetrar í heild. Það segir sig sjálft að klifur í kjallara verður alltaf ákveðnum takörkunum háð. Venjulegir grjótglímuveggir eru frá 3-6 metra, og línuveggir allt upp í 20 metrar á hæð, og því hreint ótrúlegt hvernig okkur tekst að nýta þessa aðstöðu. Okkar iðkendur hafa einhvern vegin vanist því að klifra á þessum litla vegg en það reynir auðvitað mikið á að nýta vegginn þannig að alli fái eitthvað við sitt hæfi. Við reynum einnig að nota þá útiaðstöðu sem er hér í nágrenni við Akranes og þar er Akrafjallið efst á lista. Þar er bæði hægt að klifra í línum þar sem við höfum komið fyrir leiðum í hömrunum en einnig er grjótglímusvæðið í lágu klettunum við Berjadalsánna mjög flott og þar má finna mikið af skemmtilegu klifri sem hentar vel fyrir krakka.

Frá æfingu Klifurfélagsins í Akrafjalli.
Frá æfingu Klifurfélagsins í Akrafjalli.
Frá æfingu Klifurfélagsins í Akrafjalli.
Frá æfingu Klifurfélagsins í Akrafjalli.

Stefnum á að byggja félagið upp

En þegar öllu er á botninn hvolft þá er staðan þannig að við getum ekki tekið á móti öllum þeim krökkum sem við myndum vilja og þótt að það sé gaman að hafa biðlista á námskeiðin þá væri stærri aðstaða auðvitað draumurinn.“
Við stefnum að því að byggja félagið upp og betrum bæta það sem þarf. Draumurinn væri betri aðstaða sem myndi ala af sér fleiri klifrara. Það eru einnig uppi hugmyndir um að sækja um sérsambandsaðild hjá ÍSÍ fyrir klifrara svo við getum sent okkar krakka til þátttöku á mótum erlendis. Nú verður klifur sýningargrein á ólympíuleikunum 2020 svo það má búast við að aðsókn í klifur aukist kringum það. Greinin er í örum vexti. Við höldum áfram að byggja upp okkar starf og sækja þau mót sem við komumst á hérlendis. Í sumar verða svo stórar samnorrænar klifurbúðir fyrir unglingana okkar en þær eru haldnar árlega og verða á Íslandi í ár. Það verður mjög gaman og örugglega skemmtileg reynsla fyrir okkar krakka.

Frá æfingu hjá Klifurfélagi Akraness.
Frá æfingu hjá Klifurfélagi Akraness.

Það hafa líka komið upp hugmyndir um að opna vegginn betur fyrir eldri einstaklinga, þá sem langar bara að koma og prófa og jafnvel æfa í fullorðinshóp en það er eitthvað sem við erum að skoða hvort það sé vilji og tími til að starta einhverju slíku. Klifurfélag ÍA er allavega komið til að vera og við erum bjartsýn á framtíðina,“ sagði Þórður Sævarsson.

Frá æfingu hjá Klifurfélagi Akraness.
Frá æfingu hjá Klifurfélagi Akraness.
Frá æfingu hjá Klifurfélagi Akraness.
Frá æfingu hjá Klifurfélagi Akraness.
Frá æfingu hjá Klifurfélagi Akraness.
Frá æfingu hjá Klifurfélagi Akraness.
Frá æfingu hjá Klifurfélagi Akraness.
Frá æfingu hjá Klifurfélagi Akraness.
Frá keppni hjá Klifurfélagi Akraness.
Frá keppni hjá Klifurfélagi Akraness.
Frá æfingu hjá Klifurfélagi Akraness.
Frá æfingu hjá Klifurfélagi Akraness.