SkagaTV: Ölli tryggði sigurinn og stökk næstum því hæð sína

Gríðarlegur fögnuður hjá 1986 liðinu – sameiginlegt 1978-1980 árganga sigraði í kvennaflokki

Ágúst Örlaugur Magnússon eða Ölli var hetja 1986 árgangsins sem sigraði í karlaflokki á Árgangamóti ÍA 2016. Ágúst skoraði af öryggi úr spyrnunni í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum gegn 1980 árganginum. Myndbandið hér fyrir neðan segir allt sem segja þarf – og fögnuður leikmanna 1986 liðsins var ósvikinn.

„Ég hef tekið nokkrar vítaspyrnur í gegnum tíðina. Bæði í vítaspyrnukeppni og í leikjum. Mér leið bara vel en var samt með smá samviskubit að hafa varið frá honum Gutta. Ég vona að hann fyrirgefi mér og tali við mig í næsta jólaboði. Sigurinn var sætur og þá sérstaklega að vinna þetta í svona harðri vítaspyrnukeppni. Við í 86 árganginum höfum beðið lengi eftir því að fá tækifæri í þessu móti,“ sagði Ölli í samtali við skagafrettir.is. Hann sagðist vera með smá harðsperrur í kálfanum eftir sigurstökkið en það hafi gleymst strax eftir að sigurinn var í höfn.

„Við í 1986 árgangnum höfum beðið lengi eftir þessu tækifæri og við undirbjuggum okkur vel. Fórum m.a. út að hlaupa nokkrum dögum fyrir mótið og það skilaði sér greinilega.“

Ölli bætti því við að hann hafi lesið markmann 1980 árgangsins í síðustu spyrnunni. „Ég er vanur að setja boltann þarna, markmaðurinn var ekki búinn að vinna heimavinnuna. Og þó að hann hefði gert það hefði hann aldrei varið vítið.“

Í kvennaflokki sigraði sameiginlegt lið árganga 1978, 1979 og 1980. Snap frá Lindu Dagmar Hallsteinsdóttur af fögnuði liðsins úr þættinumað Vestan á N4 má sjá í þessari frétt. Við mælum að sjálfsögðu með því að fólk horfi á þann frábæra þátt á N4 sem er í umsjón Hlédísar Sveinsdóttur.

[email protected] 

15000064_1110338032414946_2439651399611511639_o
Sigurlið 1978-1980 árganga í kvennaflokki. Mynd/Árgangamót 2016.
15042083_1110338029081613_3317180419384055190_o
Nýliðar árgangamótsins stóðu uppi sem sigurvegarar – 1986 árgangurinn. Mynd/árgangamót 2016.