Það stendur mikið laugardaginn 17. nóvember hjá Fimleikafélagi Akraness í Íþróttahúsinu við Vesturgötu. Þar fer fram haustmót á vegum Fimleikasambands Íslands. Þar verður keppt í þremur flokkum í hópfimleikum þar sem margir af efnilegustu keppendum landsins í hópfimleikum mæta til leiks.
Ekki er vitað hvort Brynjar Sigurðsson íþróttakennari í Brekkubæjarskóla eða Stefán Þór Friðriksson mæti til leiks í þessa keppni – en þeir sýndu frábær tilþrif á æfingu í gamla ÞÞÞ húsinu i gær. „Binni“ og Stefán eru þjálfarar hjá FIMA á Akranesi en Stefán stýrir Parkouræfingum félagsins en þar hefur verið mikil fjölgun í iðkendafjölda.
Sagan segir að þeir séu æfa í laumi fyrir sýningu á stórmót
Binni og Stefán brugðu á leik á æfingunni eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Sagan segir að þeir séu æfa í laumi fyrir sýningu á stórmót og þeir séu einnig að safna í karlalið sem muni keppa eftir áramót. Við seljum það ekki dýrara en við keyptum það – en tilþrifin eru glæsileg