Mynd dagsins: Útsýni frá Sólmundarhöfða

Það eru fjölmargir sem eru með myndavélarnar og síma á lofti á Akranesi og smella af áhugaverðum hlutum, fólki og atburðum. Kristín Gísladóttir er ein af þeim og hún sendi þessa mynd á [email protected]. Myndin er tekin frá Sólmundarhöfða og sést þar yfir Suðurflösina og Gamla vitann.  Fyrir þá sem eru að pæla í ljósmyndun þá var vélin stillt á 1/80s f 11,0 ISO 100.

Ef þið eruð með myndir eða mynd sem þið viljið koma á framfæri þá er bara að smella þeim á netfangið [email protected].