„Bíllinn eins og nýr eftir bónið hjá Leyni“

Kraftmikill hópur kylfinga úr barna – og unglingastarfi Golfklúbbsins Leynis stefnir á að fara í æfingaferð erlendis vorið 2018. Hópurinn er þegar farinn að vinna í ýmsum fjáröflunum og þar hafa bílaþrif verið fastur punktur í tilveru Skagamanna undanfarin ár.

Að venju verður boðið upp á fagmannleg alþrif og bón á öllum stærðum og gerðum bifreiða í aðstöðu Bílvers við Innesveg 1. Viktor Elvar Viktorsson er framarlega í flokki þeirra foreldra sem standa að skipulagningu verkefnsins.

„Við höfum fengið gríðarlega góðar undirtektir í þessari fjáröflun undanfarin ár. Hópurinn hefur staðið sig vel en það eru foreldrar ásamt kylfingunum sem vinna saman í þessu. Þetta verkefni hefur svo sannarlega þjappað hópnum saman og viðskiptavinirnir eru ánægðir með verkið. Við höfum líka fengið frábæran stuðning frá ýmsum aðilum og þá sérstaklega frá Bílver, Olís og Golfklúbbnum Leyni.“

Við höfum líka fengið frábæran stuðning frá ýmsum aðilum og þá sérstaklega frá Bílver, Olís og Golfklúbbnum Leyni

Ánægðir viðskiptavinir hafa góða sögu að segja af þessu framtaki:

„Ég nýtti mér bílaþrifin hjá kylfingunum úr Leyni í desember í fyrra. Verkið var fagmannlega unnið og ég var gríðarlega ánægður með hvernig þetta kom út hjá þeim. Og er þegar búinn að panta aftur tíma hjá þessum kraftmiklu kylfingum,“ segir Hafsteinn Gunnarsson við skagafrettir.is.

Daníel Rúnar Elíasson fasteignasali hjá Hákot tekur undir orð Hafsteins. „Þetta er bara hola í höggi þótt ég spili ekki golf sjálfur. Ég fór með bílinn í desember í fyrra. Mér fannst eins og bíllinn væri nýr þegar ég fékk hann til baka. Hann var svo flottur bæði að utan sem innan. Mæli 100% með þessari þjónustu,“ sagði Daníel við skagafrettir.is

Hafsteinn Gunnarsson:
Ég var gríðarlega ánægður með hvernig þetta kom út.

Daníel Rúnar Elíasson:
Mæli 100% með þessari þjónustu.

Allar upplýsingar um bónhelgar Leynis eru í auglýsingunni hér fyrir neðan.
Bókanir í síma 8542559 og [email protected]

 

Þjónustan verður í boði á þessum helgum:
26.-27. nóvember
3.-4. desember.

Bílabón Leynir 2016.
Bílabón Leynir 2016.
12345391_10208076319215308_8254314887638302156_n
Frá bílabóninu í fyrra hjá Leyni.

12299227_10208077214797697_9171573565512479090_n 12289721_10153237562131863_470271510663356310_n