Mynd dagsins: Svona litu höfuðstöðvarnar út

Mynd dagsins er alls ekki ný. Líklega tekin á árunum 1930-1940 eftir því sem best er vitað. Myndina tók Árni Böðvarsson frá Vogatungu úr turninum á Akraneskirkju og þar má m.a. sjá höfuðstöðvar Skagafrétta. Lengst til vinstri á myndinni er húsið Bjarg sem stendur við Laugarbraut 7. Þar sem Þórólfur Ævar Sigurðsson og Kristín Eyjólfsdóttir hafa átt heima í tæp 50 ár. Á þessum tíma var ekki búið að byggja við hlöðu lengst til hægri, sem er í dag stofan á Bjarginu eins og það er í dag. Það vantar einnig kvistina á efstu hæðina sem smíðaðir voru síðar.

Aðeins ofar er hús sem ber einnig nafnið Bjarg. Það var á þessum tíma á einni hæð, en síðar var byggð önnur hæð ofaná húsið. Eldra Bjargið er við Vesturgötuna en ekki hefur verið búið í því lengi. Þar fyrir ofan er húsið Setberg sem stendur mitt á milli Vesturgötu og Laugarbrautar í dag. Í því húsi ólst m.a. markamaskínan og fjölmiðlamaðurinn Hjörtur Hjartarson upp.

Eins og áður segir tók Árni Böðvarsson þessa mynd en sonur hans, Ólafur Árnason, var einnig þekktur ljósmyndari á Akranesi og rak um árabil ljósmyndastofu við Vesturgötuna í húsi sem í dag er rétt við Setbergshúsið.

Til þess að lengja þessa ættfræðisögu enn frekar þá var Árni Böðvarsson bróðir langömmu minnar, Halldóru Böðvarsdóttur sem er þá amma hans Þórólfs Ævars Sigurðssonar……og þannig getum við haldið lengi áfram.

En hér fyrir neðan má sjá hvernig Bjargið lítur út ca +70 árum síðar.

13599914_10208075681548083_3265023361991339696_n

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar: