Viktor og Baldur nýttu sér veðurblíðuna á Flórída-Skaganum

Viktor Örn Einarsson úr Grundaskóla og félagi hans úr sama skóla, Baldur Freyr Birgisson, nýttu sér veðurblíðuna á Akratorgi þann 4. nóvember s.l. þegar útsendari Skagafrétta rakst á þá félaga.

Viktor er í 5. bekk og Baldur er í 6. bekk og þeir sögðu í örstuttu spjalli við Skagafréttir að þeir kynnu vel við sig á Akratorginu.

Við komum stundum hingað og þetta er frábært svæði til þess að æfa sig á brettinu. Ég fer líka stundum á kaffihúsið í leiðinni (Skökkin) og fæ mér kakó,“ sagði Viktor Örn en hann æfir keilu og badminton. „Það eru ekki margir sem eru á brettum hér á Akranesi en það eru mjög margir í Reykjavík og enn fleiri í útlöndum. Ég er að fara að keppa á morgun í badminton og það verður bara gaman,“ bætti hann við.

Ég fer líka stundum á kaffihúsið í leiðinni (Skökkin) og fæ mér kakó

Baldur Freyr stökk yfir allt sem hann sá á svæðinu á meðan útsendari Skagafrétta spókaði sig um í veðurblíðunni á Akratorgi. „Við erum byrjaðir að koma mun oftar hingað,“ bætir Baldur við. „Við erum stundum mikið í tölvunni og þá er gott að komast út í góða veðrið,“ sagði Baldur og stökk upp á vegg eins og þaulæfður íþróttamaður en hann æfir Parkour hjá fimleikafélaginu og það leyndi sér ekki á töktunum.

Viktor Örn Einarsson. Mynd/skagafrettir.
Viktor Örn Einarsson. Mynd/skagafrettir.
Viktor Örn Einarsson og Baldur Freyr Birgisson. Mynd/skagafrettir.
Viktor Örn Einarsson og Baldur Freyr Birgisson. Mynd/skagafrettir.
Viktor Örn Einarsson. Mynd/skagafrettir.is
Viktor Örn Einarsson. Mynd/skagafrettir.is